lgn.is - 30.06.2020 Fyrirhuguð breyting á röðun lyfja í ATC-flokki G04CA52 í viðmiðunarverðflokka
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

30.06.2020 Fyrirhuguð breyting á röðun lyfja í ATC-flokki G04CA52 í viðmiðunarverðflokka
30.06.2020 - 30.06.2020 Fyrirhuguð breyting á röðun lyfja í ATC-flokki G04CA52 í viðmiðunarverðflokka

Á 323. fundi lyfjagreiðslunefndar þann 24. júní sl. var ákveðið að endurskoða röðun lyfja í ATC flokki G04CA52 í viðmiðunarverðflokk.

Eftirfarandi lyf eru í ATC-flokki G04CA52:

Duodart 0,9 mg/30 stk,

Dutasterid/Tamsulosin TEVA 0,9 mg/30 stk.

Dutaprostam 0,9 mg/30 stk

Duta Tamsaxiro 0,9 mg/30 stk, 

Duta Tamsaxiro 0,9 mg/90 stk

Ofangreind lyf eru notuð við:

  • Meðferð við miðlungsmiklum eða verulegum einkennum af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli.
  • Til að draga úr hættu á bráðri þvagteppu og þörf fyrir skurðaðgerð hjá sjúklingum með miðlungsmikil eða veruleg einkenni af völdum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli.

Lyfjagreiðslunefnd leggur til að lyfjunum verði raða saman í viðmiðunarverðflokk óháð pakkningastærðum, þ.e.  30 stk og 90 stk. pakkningum verði raðað saman í viðmiðunarverðflokk.

Um er að ræða frávik frá vinnureglu lyfjagreiðslunefndar um röðun í viðmiðunarverðflokka þar sem samkvæmt henni eru lyf flokkuð saman í viðmiðunarverðflokka eftir fjölda taflna/hylkja í pakkningu sbr. eftirfarandi:

1 -   30

31 – 249

250 – og fleiri

Samkvæmt vinnureglu lyfjagreiðslunefndar um röðun í viðmiðunarverðflokka getur nefndin vikið frá almennri reglu um röðun í viðmiðunarverðflokka.   Rök nefndarinnar fyrir því að leggja til að 90 stk. pakkningu verði raðað með 30 stk pakkningum eru þau að samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands er að almennt er verið að afgreiða 2-3 glös í hverri lyfjaávísun af 30 stk pakkningum af lyfjum í ATC-flokki G04CA52 sem bendir til þess að almennt sé verið að afgreiða lyfið til langtímameðferðar. Einnig er 90 stk pakkningin mun hagkvæmari kostur bæði fyrir sjúklinga og SÍ. 

Fyrirhugað er að breytingin taki gildi í lyfjaverðskrá 1. ágúst nk.

Gefinn er frestur til að senda inn athugasemdir fyrir 24. júlí nk. á netfangið [email protected]