lgn.is - 13.09.2010 - Heildarverðendurskoðun lyfja 2011
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

13.09.2010 - Heildarverðendurskoðun lyfja 2011
13.09.2010 - 13.09.2010 - Heildarverðendurskoðun lyfja 2011

Lyfjagreiðslunefnd hefur ákveðið að næsta heildarverðendurskoðun hjá nefndinni fari fram í upphafi árs 2011.

Þessi ákvörðun var kynnt hagsmunaaðilum á heimasíðu nefndarinnar 2. september 2009.

Nefndin hyggst endurskoða verð á  öllum lyfjum í lyfjaverðskrá og er búist við að lægri verð birtist í lyfjaverðskrá í kjölfarið.

Til grundvallar þessarar heildarverðendurskoðunar verða lagðar sölutölur fyrir árið 2010 á verði í lyfjaverðskrá í desember 2010.

Í útreikningum LGN verður tekið tillit til verðs á mismunandi pakkningastærðum, s.s. 98 stk. og 100 stk.

Áður en til endurskoðunarinnar kemur er hagsmunaaðilum hér með gefin kostur á að koma með athugasemdir um fyrirhugaða framkvæmd í samræmi við 13. gr. stjórnsýslulaga.

Mikilvægt er að allar athugasemdir berist sem fyrst og eigi síðar en 30. nóvember 2010 svo hægt sé að bregðast við þeim.

Með þessu er nefndin að uppfylla skyldur sem á hana eru lagðar í 46. gr. lyfjalaga þar sem fram kemur að Lyfjagreiðslunefnd skuli endurmeta forsendur lyfjaverðs hér á landi, samanborið við sömu lyf á Evrópska efnahagssvæðinu reglulega og eigi síðar en á tveggja ára fresti og gera tillögur um breytingar gefi matið tilefni til þess.

Verklag við heildarverðendurskoðun 2011