lgn.is - 17.02.2012 Fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

17.02.2012 Fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts
17.02.2012 - 17.02.2012 Fellt úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts

Í samræmi við ákvörðun nefndarinnar, sjá frétt frá 11. nóvember 2011, varðandi breytta framkvæmd á reglugerð 982/2008.

Í þeirri frétt er  framkvæmdinni lýst þannig:

• Ef skortur er á lyfi meðan það er með lægsta viðmiðunarverð, verður það fellt úr næstu lyfjaverðskrá.  Ef birgðaskortur verður á lyfi sem er með lægsta viðmiðunarverð taka Sjúkratryggingar Íslands þátt í kostnaði við næst ódýrasta lyfið.


• Markaðsleyfishafi sem óskar eftir birtingu upplýsinga í lyfjaverðskrá í tilteknum mánuði, skal senda Lyfjagreiðslunefnd staðfestingu fyrir 20. dag mánaðarins á undan, að nægar birgðir lyfsins séu til í landinu og það verði tilbúið til dreifingar í verslanir fyrir mánaðarmótin.


• Lyf sem eru ekki í viðmiðunarverðflokki og hafa verið ófáanleg í meira en 30 daga verða felld úr lyfjaverðskrá.

 

Hér meðfylgjandi er listi yfir þær pakkningar sem verða felldar úr lyfjaverðskrá 1. mars.

Þau voru lægst í sínum viðmiðunarverðflokki 1. febrúar, en ekki var hægt að fá þau afgreidd frá heildsölu.

Aðilum er nú gefið tækifæri til andmæla við ákvörðun nefndarinnar.

Listin er birtur með þeim fyrirvara að, ef nefndin tekur tillit til andmæla, getur listin breyst.

Hér er listinn á excel formi.