lgn.is - 14.09.2011 Ný tillaga eftir athugasemdir hagsmunaaðila.
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

14.09.2011 Ný tillaga eftir athugasemdir hagsmunaaðila.
14.09.2011 - 14.09.2011 Ný tillaga eftir athugasemdir hagsmunaaðila.

Lyfjagreiðslunefnd hefur farið yfir innsend andmæli og athugasemdir og ákveðið að styðjast ekki alfarið við norsku fyrirmyndina. Með þessu telur nefndin að verið sé að gæta meðalhófs og tryggja jafnframt að minni pakkningar fari ekki af markaði vegna óhagstæðs verðsamanburðar.

Ákveðið hefur verið að gera eftirfarandi breytingar.

A. Skipt verður í eftirfarandi þrjá flokka eftir töflu-/hylkjafjölda

    1 -   30

  31 – 249

250 –

B. Pakkningar af húðlyfjum í ákveðnum lyfjaformum og mismunandi pakkningastærð verður ekki raðað saman í viðmiðunarverðflokka, þar sem skammtastærð er mjög einstaklings-/sjúkdómsbundin.  Lyfjaformin sem um ræðir eru m.a. krem, hlaup, húðlausn,smyrsli, í ATC-flokki D. Áfram verður jafnstórum pakkningum raðað saman í viðmiðunarverðflokka.

Að gefnum þessum forsendum er hér ný tillaga að nýrri viðmiðunarverðskrá sem birt er á heimasíðu nefndarinnar til kynningar og athugasemda óskað. (Sjá tengil hér að neðan.)

Excel skjal.

Hér er áfram unnið með sömu gögn og fyrr, þannig að verð og pakkningar eru frá því í maí verðskrá.

Gefinn er frestur til  koma með athugasemdir/andmæli fyrir lok vinnudags 19.september n.k.

Fyrri tillaga var send til umsagnar hjá umboðsmönnum lyfja, fulltrúum smásala, Lyfjastofnun og Sjúkratryggingum Íslands. Sömu aðilar fá tölvupóst þar sem bent er á þessa fréttatilkynningu.

Gert er ráð fyrir að þessar breytingar taki gildi  1. nóvember í lyfjaverðskrá.

Lokaskjal með nýjum viðmiðunarverðflokkum eins og þeir hefðu litið út í októberverðskrá verður sett á heimasíðu nefndarinnar 7. október. Hagsmunaðilar, s.s. tölvuþjónustuaðilar apóteka og sjúkraskrárkerfa geta prófað sín  kerfi með þeirri skrá.

14. september 2011

 

Rúna Hauksdóttir, formaður