lgn.is - 23.05.2019 Endurskoðun á greiðsluþátttöku lyfja í ATC flokki G04BD
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

23.05.2019 Endurskoðun á greiðsluþátttöku lyfja í ATC flokki G04BD
23.05.2019 - 23.05.2019 Endurskoðun á greiðsluþátttöku lyfja í ATC flokki G04BD

Þann 11. apríl s.l. kynnti lyfjagreiðslunefnd á vefsíðu sinni að nefndin íhugaði að breyta greiðsluþátttöku í lyfjum í ATC flokki G04BD til samræmis við greiðsluþátttöku lyfjanna í Danmörku. Um er að ræða lyf til meðferðar við einkennum aukinnar tíðni þvagláta og/eða bráðaþvagleka hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru.

Gefinn var frestur til að senda inn athugasemdir til 10. maí s.l. Athugasemdir bárust frá Félagi Þvagfæraskurðlækna og einnig frá markaðsleyfishöfum/umboðsaðilum.

Endurskoðun á greiðsluþátttöku í lyfjum í ATC flokki G04BD var tekin til lokaumfjöllunar á 298. fundi nefndarinnar þann 20. maí 2019. Á þeim fundi var ákveðið að taka tillit til athugasemda sem bárust frá Félagi þvagfæraskurðlækna og markaðsleyfishöfum/umboðsaðilum og breyta fyrri ákvörðun nefndarinnar. Ákveðið var að hafa óbreytta greiðsluþátttöku (G-merkingu) á lyfjum í ATC flokki G04BD.