lgn.is - 15.11.2018 Tecentriq (atezolizumab) nýtt leyfisskylt lyf
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

15.11.2018 Tecentriq (atezolizumab) nýtt leyfisskylt lyf
15.11.2018 - 15.11.2018 Tecentriq (atezolizumab) nýtt leyfisskylt lyf

Lyfjagreiðslunefnd hefur samþykkt leyfisskyldu fyrir Tecentriq(atezolizumab) við eftirfarandi ábendingum:

Tecentriq sem einlyfjameðferð er ætlað til meðferðar við lungnakrabbameini sem ekki er af smáfrumugerð og er langt gengið og staðbundið eða með meinvörpum, hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa áður fengið meðferð með öðrum krabbameinslyfjum. Sjúklingar með æxli með virkjandi stökkbreytingum (activating mutations) í EGFR eða stökkbreytingum í ALK ættu einnig að hafa fengið marksækna meðferð áður en þeir fá Tecentriq.

Leyfisskyldan við ofangreindri ábendingu er eingöngu samþykkt fyrir sjúklinga þar sem æxlin eru með PD-L1 tjáningu ≥1%.

Tecentriq sem einlyfjameðferð er ætlað til meðferðar við þvagfæraþekjukrabbameini sem er langt gengið og staðbundið eða með meinvörpum, hjá fullorðnum sjúklingum sem: hafa áður fengið meðferð með öðrum krabbameinslyfjum sem innihéldu platínusambönd eða eru ekki taldir geta fengið cisplatín og eru með æxli sem tjá PD-L1 í ≥5% frumna

Klínískar leiðbeiningar fyrir Tecentriq (atezolizumab)) KL

Listi yfir öll leyfisskyld lyf á excel formi. Listi excel.

Listi yfir öll leyfisskyld lyf á PDF formi. Listi PDF.